Ár 2010, þriðjudaginn 13. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 16:30.
Fundur nr. 75
Ár 2010, þriðjudaginn 13. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 16:30.
Mættir:
Júlíus Vífill Ingvarsson
Guðmundur Gíslason
Björk Vilhelmsdóttir
Sóley Tómasdóttir
Jórunn Frímannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi:
Gils Friðriksson
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri.
1. Lóðaumsóknir:
a. Umsókn Hafnarhótelsins ehf. dags. 9.3.2010 um lóð við Ægisgarð.
b. Umsókn Eldingar/Hvalaskoðun Reykjavík dags. 29.3.2010 um lóð við Ægisgarð.
Lóðin við Ægisgarð er staðsett á áberandi og einstökum stað á hafnar¬svæðinu. Mikilvægt er að sátt ríki um uppbygginguna, að sú bygging sem rísa mun á lóðinni sé í háum gæðaflokki, hún falli vel að umhverfi hafnarinnar og að starfsemin styðji við fjölbreytt mannlíf svæðisins. Stjórn Faxaflóahafna sf. veitir hafnarstjóra heimild til að ganga til viðræðna við fulltrúa Hafnarhótelsins ehf. um byggingarrétt og annað sem tengist fyrirhuguðum framkvæmdum og byggingu hótels á umræddri lóð.
Fyrirvarar á slíkum viðræðum varða aðkomu stjórnar að samningum, að skipulagsyfirvöld, að höfðu samráði við borgarbúa og aðra hagsmunaaðila, samþykki breytt deiliskipulag sem tekur tillit til hótelrekstrar og byggingar af þeirri stærðargráðu sem sóst er eftir.
Auk þess gerir stjórnin fyrirvara þess efnis að áreiðanleikakönnun verði lögð fram áður en gengið verði til samninga. Hafnarstjóri haldi stjórn upplýstri um framgang viðræðnanna og önnur atriði er málið varða og koma fram í minnis-blaði um málefni sem fjalla þarf um.
Lagður fram minnislisti hafnarstjóra dags. 12.4.2009 varðandi umsóknir um lóðina við Ægisgarð auk minnislista hafnarstjóra um ýmis atriði sem fara þarf yfir vegna hugmynda um hótel við Ægisgarð.
2. Erindi um þátttöku í heimssýningunni EXPO í Shanghai Kína 2010.
Hafnarstjóra falið að ræða við Höfuðborgarstofu og OR um mögulega aðkomu Faxaflóahafnir sf. að verkefninu.
3. Önnur mál.
a. Formaður kynnti hugmyndir Minjaverndar ehf. að staðsetningu svonefnds Sólfellshúss.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 17:30