Ár 2010, föstudaginn 9. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:
            Júlíus Vífill Ingvarsson
            Guðmundur Gíslason
            Björk Vilhelmsdóttir
            Páll Brynjarsson
            Sóley Tómasdóttir
            Hallfreður Vilhjálmsson
            Jórunn Frímannsdóttir
 
Áheyrnarfulltrúi:
            Gils Friðriksson
 
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri.
 
1. Ársreikningur Menntunarsjóðs Þórarins Kristjánssonar fyrir árið 2009.
Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn.
 
2. Drög að skýrslu stjórnar og hafnarstjóra vegna ársins 2009. Ákvörðun um dagsetningu aðalfundar.
Skýrslan lögð fram. Samþykkt að boða til aðalfundar Faxaflóahafna sf. miðvikudaginn 23. júní n.k. kl. 15:00 í Sjóminjasafninu.
 
3. Drög að samkomulagi um samstarf og samvinnu Faxaflóahafna sf., Útvegsmannafélags Reykjavíkur og Útvegsmannafélags Akraness.
Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.
 
4. Lóðaumsóknir:
a. Umsókn Hafnarhótelsins ehf. dags. 9.3.2010 um lóð við Ægisgarð.
b. Umsókn Eldingar/Hvalaskoðun Reykjavík dags. 29.3.2010 um lóð við Ægisgarð.
Umsóknirnar lagðar fram. Hafnarstjóra falið að ræða við umsækjendur. Ákveðið að fjalla um málið á fundi þann 20. apríl kl. 16:00.
 
Björk Vilhelmsdóttir bókar: “Fulltrúi Samfylkingarinnar lýsir vonbrigðum með aðeins 2 aðilar hafi lýst yfir áhuga á uppbyggingu á einni bestu og dýrmætustu lóð í miðborg og hafnarsvæði Reykjavíkur, á sama tíma og margir aðilar eru að undirbúa mikla uppbyggingu á hótelum í og við miðborgina. Ástæðan er væntanlega í samræmi við hvernig staðið var að auglýsingu þessarar verðmætu lóðar. Hún var auglýst einu sinni í dagblöðum og síðan á vef Faxaflóahafna, samhliða öðrum minni lóðum á Grundartanga, Fiskislóð, Sundahöfn og Akranesi, lóðum sem lítil sem engin eftirspurn er eftir á þessum tímum, eins og kom á daginn. Gerð var athugasemd við þessa auglýsingu strax í upphafi, þar sem ekki var gert ráð fyrir að kynna sérstaklega lóðina við Ægisgarð með öllum þeim möguleikum sem þar eru til staðar og þar með var ekki hugsað um að fá sem mest fyrir þessi verðmæti í eigu Faxaflóahafna.”
 
Formaður stjórnar Júlíus Vífill Ingvarsson færir til bókar: “Auglýsing á lóðum sem Faxaflóahafnir hafa nú til úthlutunar birtist í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og Viðskipablaðinu auk þess að vera uppi á vef Faxflóahafna sf. Auglýsingin var um ¾ úr síðu, í lit, og því stærri og meira áberandi en þekkist um auglýsingar af þessu tagi. Drög að auglýsingunni voru lögð fram í stjórn Faxaflóahafna enda einróma ákvörðun stjórnar að vekja athygli á svo áhugaverðum og verðmætum lóðum með auglýsingu þrátt fyrir að eftirspurn sé í lágmarki um þessar mundir. Fulltrúi Samfylkingar sem nú, einn stjórnarmanna, bókar með þessum hætti gerði tillögu að breytingum á auglýsingunni og var farið að hugmyndum hans. Í auglýsingunni var lóð við Ægisgarð efst á lista yfir þær lóðir sem tilgreindar voru. Óhætt er fullyrða að þeir sem áhuga hafa á uppbyggingu og framkvæmdum hafa veitt auglýsingunni athygli enda var það tilgangurinn. Útúrsnúningur fulltrúa Samfylkingar er óskiljanlegur og verður sennilega að skoðast í ljósi þess að senn líður að kosningum. Ekkert annað getur skýrt hann.”
 
Bókun Hallfreðs Vilhjálmssonar og Páls S. Brynjarssonar: “Við undirritaðir fulltrúar Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar teljum að fullkomlega eðlilega hafi veirð staðið að auglýsingu lóða á vegum Faxaflóahafna sf.”
 
5. Bókun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar dags. 11.3.2010 um aukið samstarf við fyrirtæki á Grundartanga.
Lagt fram.
 
6. Erindi Slippsins fasteignafélags ehf. dags. 26.2.2010 varðandi lóðina Mýrargötu 2-8. Minnisblað skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna sf. dags. 6.4.2010.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að senda Slippnum fasteignafélagi svar við fyrirspurn félagsins á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs.
 
7. Drög að rammaskipulagi á Grundartanga.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir málinu.
 
8. Lóðamál á landi Klepps.
Hafnarstjóri fór yfir efni bréfs til Landsspítala Háskólasjúkrahúss varðandi lóðamál á Kleppi. Samþykkt að fela hafnarstjóra að halda áfram viðræðum við fulltrúa LHS.
 
9. Umsóknir um skammtímastöðuleyfi við Skarfabakka og Ægisgarð.
Hafnarstjórn samþykkir að unnin verði tillaga um hvernig auka megi fjölbreytni þjónustu við ferðamen
n á þeim stöðum hafnarsvæðisins þar sem ferðaþjónustuaðilar eru með starfsemi sína. Meðan sú vinna stendur yfir verða ekki veitt frekari skammtímastöðuleyfi í Gömlu höfninni og á Skarfabakka.
 
10.      Kynning á útliti verbúða við Grandagarð.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir hugmyndum á útliti framhliðar verbúða á Grandagarði, sem unnar hafa verið í samvinnu við Húsafriðunarnefnd ríkisins.
 
11.      Erindi Minjaverndar hf. dags. 30.3. 2010 um staðsetningu saltfiskþurrkunarhússins Sólfells á hafnarsvæðinu.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.
12.      Erindi um þátttöku í heimssýningunni EXPO í Shanghai Kína 2010.
Hafnarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
 
13.      Önnur mál.
a.    Hafnarstjóri gerði grein fyrir lokafrágangi við Grandagarð 8 og framlagi Faxaflóahafna sf. til lóðafrágangs.
b.    Hafnarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi Hátíðar hafsins og fyrirhugaðri siglingu kúttersins Westward Ho til Akraness og Reykjavíkur í tilefni hátíðarinnar.
c.    Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi smásölu-fiskmarkað við Suðurbugt.
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:00

Fundur nr. 74
Ár 2010, föstudaginn 9. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Júlíus Vífill Ingvarsson

Guðmundur Gíslason

Björk Vilhelmsdóttir

Páll Brynjarsson

Sóley Tómasdóttir

Hallfreður Vilhjálmsson

Jórunn Frímannsdóttir

Áheyrnarfulltrúi:

Gils Friðriksson

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tækni-deildar og Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri.
1. Ársreikningur Menntunarsjóðs Þórarins Kristjánssonar fyrir árið 2009.
Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn.
2. Drög að skýrslu stjórnar og hafnarstjóra vegna ársins 2009. Ákvörðun um dagsetningu aðalfundar.
Skýrslan lögð fram. Samþykkt að boða til aðalfundar Faxaflóahafna sf. miðvikudaginn 23. júní n.k. kl. 15:00 í Sjóminjasafninu. 
3. Drög að samkomulagi um samstarf og samvinnu Faxaflóahafna sf., Útvegsmannafélags Reykjavíkur og Útvegsmannafélags Akraness.
Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.
4. Lóðaumsóknir:

a. Umsókn Hafnarhótelsins ehf. dags. 9.3.2010 um lóð við Ægisgarð.

b. Umsókn Eldingar/Hvalaskoðun Reykjavík dags. 29.3.2010 um lóð við Ægisgarð.

Umsóknirnar lagðar fram. Hafnarstjóra falið að ræða við umsækjendur. Ákveðið að fjalla um málið á fundi þann 20. apríl kl. 16:00. 
Björk Vilhelmsdóttir bókar: “Fulltrúi Samfylkingarinnar lýsir vonbrigðum með að aðeins 2 aðilar hafi lýst yfir áhuga á uppbyggingu á einni bestu og dýrmætustu lóð í miðborg og hafnarsvæði Reykjavíkur, á sama tíma og margir aðilar eru að undirbúa mikla uppbyggingu á hótelum í og við miðborgina. Ástæðan er væntanlega í samræmi við hvernig staðið var að auglýsingu þessarar verðmætu lóðar. Hún var auglýst einu sinni í dagblöðum og síðan á vef Faxaflóahafna, samhliða öðrum minni lóðum á Grundartanga, Fiskislóð, Sundahöfn og Akranesi, lóðum sem lítil sem engin eftirspurn er eftir á þessum tímum, eins og kom á daginn.
Gerð var athugasemd við þessa auglýsingu strax í upphafi, þar sem ekki var gert ráð fyrir að kynna sérstaklega lóðina við Ægisgarð með öllum þeim möguleikum sem þar eru til staðar og þar með var ekki hugsað um að fá sem mest fyrir þessi verðmæti í eigu Faxaflóahafna.” 
Formaður stjórnar Júlíus Vífill Ingvarsson færir til bókar: “Auglýsing á lóðum sem Faxaflóahafnir hafa nú til úthlutunar birtist í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og Viðskipablaðinu auk þess að vera uppi á vef Faxflóahafna sf. Auglýsingin var um ¾ úr síðu, í lit, og því stærri og meira áberandi en þekkist um auglýsingar af þessu tagi. Drög að auglýsingunni voru lögð fram í stjórn Faxaflóahafna enda einróma ákvörðun stjórnar að vekja athygli á svo áhugaverðum og verðmætum lóðum með auglýsingu þrátt fyrir að eftirspurn sé í lágmarki um þessar mundir. Fulltrúi Samfylkingar sem nú, einn stjórnarmanna, bókar með þessum hætti gerði tillögu að breytingum á auglýsingunni og var farið að hugmyndum hans. Í auglýsingunni var lóð við Ægisgarð efst á lista yfir þær lóðir sem tilgreindar voru. Óhætt er fullyrða að þeir sem áhuga hafa á uppbyggingu og framkvæmdum hafa veitt auglýsingunni athygli enda var það tilgangurinn. Útúrsnúningur fulltrúa Samfylkingar er óskiljanlegur og verður sennilega að skoðast í ljósi þess að senn líður að kosningum. Ekkert annað getur skýrt hann.” 
Bókun Hallfreðs Vilhjálmssonar og Páls S. Brynjarssonar: “Við undirritaðir fulltrúar Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar teljum að fullkomlega eðlilega hafi verið staðið að auglýsingu lóða á vegum Faxaflóahafna sf.”
5. Bókun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar dags. 11.3.2010 um aukið samstarf við fyrirtæki á Grundartanga.
Lagt fram. 
6. Erindi Slippsins fasteignafélags ehf. dags. 26.2.2010 varðandi lóðina Mýrargötu 2-8. Minnisblað skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna sf. dags. 6.4.2010.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að senda Slippnum fasteignafélagi svar við fyrirspurn félagsins á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs.
7. Drög að rammaskipulagi á Grundartanga.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir málinu.
8. Lóðamál á landi Klepps.
Hafnarstjóri fór yfir efni bréfs til Landsspítala Háskólasjúkrahúss varðandi lóðamál á Kleppi. Samþykkt að fela hafnarstjóra að halda áfram viðræðum við fulltrúa LHS.
9. Umsóknir um skammtímastöðuleyfi við Skarfabakka og Ægisgarð.
Hafnarstjórn samþykkir að unnin verði tillaga um hvernig auka megi fjölbreytni þjónustu við ferðamenn á þeim stöðum hafnarsvæðisins þar sem ferðaþjónustuaðilar eru með starfsemi sína. Meðan sú vinna stendur yfir verða ekki veitt frekari skammtímastöðuleyfi í Gömlu höfninni og á Skarfabakka.
10. Kynning á útliti verbúða við Grandagarð.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir hugmyndum á útliti framhliðar verbúða á Grandagarði, sem unnar hafa verið í samvinnu við Húsafriðunarnefnd ríkisins. 
11. Erindi Minjaverndar hf. dags. 30.3. 2010 um staðsetningu saltfiskþurrkunar-hússins Sólfells á hafnarsvæðinu.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.
12. Erindi um þátttöku í heimssýningunni EXPO í Shanghai Kína 2010.
Hafnarstjóra falið að afla frekari upplýsinga. 
13. Önnur mál.

a. Hafnarstjóri gerði grein fyrir lokafrágangi við Grandagarð 8 og framlagi Faxaflóahafna sf. til lóðafrágangs.

b. Hafnarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi Hátíðar hafsins og fyrirhugaðri siglingu kúttersins Westward Ho til Akraness og Reykjavíkur í tilefni hátíðarinnar.

c. Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi smásölu-fiskmarkað við Suðurbugt. 

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:00

FaxaportsFaxaports linkedin