Þann 1. mars s.l. tók nýtt vaktafyrirkomulag gildi í hafnarþjónsustunni. Fjölgað hefur verið á þeim vöktum sem fyrir voru og eru nú 6 – 7 manns á hverri vakt, en áfram verða þó þrír á datíma í Vesturhöfninni og einn á Skaganum. Tilgangur breytinganna er að manna vaktirnar meira í takt við umsvifin auk þess sem vaktamál eru einfölduð þar sem áður voru í gangi þrjár tegundir vakta þ.e. hin almenna vakt hafnarþjónsutunnar, vaktir og bakvaktir á Magna og svo vaktakerfi á Akranesi.
Í marsmánuði veðrur fundað með hverri vakt fyrir sig og farið yfir ýmis verkefni og málefni sem nauðsynlegt er að skerpa á og upplýsa starfsmenn um. Fyrsti fundurinn var haldinn í dag með D-vaktinni þar sem Helgi Magnússon er vaktformaður og hafnsögumaður. Hófst dagurinn á ýmis konar fræðslu en í framhaldi var farið á hafnarsvæðin í Gömlu höfninni, Sundahöfn, Grundartanga og Akranesi. Í framhaldi verður fundað með A, B og C vakt en í lokin verður haldinn fundur með þeim sem ekki ganga vaktir og starfsmönnum Bækistöðvar.
Þau málefni sem m.a. var farið yfir voru frmakvæmdamál, sérverkefni í viðhaldi, skipulagsmál og mál sem eru til skoðunar varðandi fyrirkomulag ýmissa hluta á hafnarsvæðunum.