Hér að neðan má sjá lista yfir þau verkefni sem unnin verða á árinu á vegum Faxaflóahafna sf. samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun.
Ekki verður um mikið framkvæmdaár að ræða eins og menn sjá en samt verður unnið að nokkrum smáverkefnum og undirbúningi stærri verka á vegum fyrirtækisins.
Mörg þessara verka lúta að frágangi svæða en stærsta verkefnið er í Vesturhöfninni og er þar um að ræða endurbætur á þökum verbúða og þá verður unnið að frágangi framan við Sjóminjasafnið og hefur það verk þegar verið boðið út. Jafnframt verður unnið í frágangsmálum við Lýsislóðina. Endurbætu á Eyjagarðinum eru einnig fyrirhugaðar á árinu.
Á Austurhafnarsvæðinu eru í undirbúningi verk sem tengjast Brokeyjarmönnum og frágangi við Tónlistarhúsið Hörpu.
Undirbúningur vegna vita á Skarfagarðinum er í gangi og frekari umhverfisfrágangur á Klettasvæðinu.
Í Vatnagörðum verður unnið í undirgbúningi, hönnun, rannsóknum og landfyllingum eins og efni sem berst til hafnarinnar gefur tilefni til.
Kleppsvíkin sleppur við okkur þetta árið.
Á Grundartanga verður lítillega unnið í frágangi gatna, legugarði fyrir lóðsbáta þokað áfram og stækkun hafnarbakka til vesturs undirbúin.
Á Akranesi verður farið í líkanrannsóknir og skipulagsmálum þokað áfram þar sem og í Borgarnesi.