S.l. föstudag þann 22. janúar var formlega tekið í notkun þjónustuhús Faxaflóahafna sf. á Grundartanga. Þar sem fyrir liggur að þar mun m.a. verða að störfum vinur okkar og félagi Jón Sigurðsson forseti þá töldu þeir Bækistöðvarmenn að einsýnt væri að húsið fengi nafnið Bessastaðir.
Eftir nokkra töf á viðveru hafnarstjóra á staðnum tilkynnti hann loks um viðveru sína á Bóndadaginn og það var eins og við manninn mælt að starfsmenn hóðuðust upp á Grundartanga til að vera viðstaddir vígsluna. Það voru þeir Erlingur Þorsteinsson, yfirsmiður og Jón Sigurðsson forseti sem klipptu á þartilgerðan borða og var þá verkið fullkomnað. Húsið er hið snyrtilegasta og vel búið sófa, tækjum og græjum þannig að það á ekki að væsa um liðið þegar þeir þurfa að dvelja á staðnum. Eins og maðurinn sagði:
Af tækjum er á Tanga nóg
tölva, skjár og forrit,
en Bessastaða bóndinn þó
bíður eftir Dorrit.