Vignir og verðandi arkitektar frá Svíþjóð
Í seinustu viku febrúar eigum við von á góðum gestum frá Blekinge Tekniska Högskola í Svíðþjóð. Þetta eru þeir Simon Thellbro og Martin Tang sem ætla að vinna meistaraverkefni sitt um Gömlu höfnina í Reykjavik og verða þeir hjá okkur í það minnsta til loka aprílmánuðar. Þeir munu dvelja á þriðju hæðinni í teiknistofunni en þeir koma á miðvikudagsmorgun þann 24. febrúar og mun ég taka á móti þeim og koma þeim fyrir og síðan mun ég fara með þá í kynnisferð um skrifstofuna og bið ég alla um að taka vel á móti þeim.
Það er mikill heiður fyrir höfnina að erlendir háskólar skuli benda nememdum sínum á að heimsækja okkur og vinna meistaraverkefni sem tengist Gömlu höfninni
Vignir Albertsson
Skipulagsfulltrúi