2015

Með breyttum áherslum í siglingum skemmtiferðaskipa gæti hlutverk Reykjavíkurhafnar breyst og þess mun strax gæta næsta sumar þegar 1300 farþega skip skiptir um farþega í Reykjavík. Vegna hærra eldsneytisverðs og kreppu reyna félögin nú að spara með því að heimsækja færri hafnir og hægja á skipunum en einnig eru ferðir styttri nú en áður. Þetta hefur það í för með sér að hugsanlega munu fleiri skip stoppa lengur í Reykjavík og skipta um farþega. Hér að neðan eru nokkrar hugleiðingar um þessa nýju stöðu.

Staða og framtíð skemmtiferðaskipageirans

Þrátt fyrir kreppu hafa útgerðir fyllt skipin af farþegum með því að bjóða betri verð og betri kjör. Með lægri tekjum af farmiðum og dýrara eldsneyti hafa félögin lagt meiri áherslu á tekjumöguleika um borð og í ferðir í landi.
Hægt hefur á nýsmíði en þó er enn verið að panta skip. Hærra eldsneytisverð kallar á aðgerðir sem miða að styttri ferðum, færri höfnum  í hverri ferð og siglingahraða stillt í hóf. Þrýst verður á um að lækka alla kostnaðarþætti.
Brottfararhöfn skipanna miðast nú meira en áður við landfræðilega staðsetningu markhópa.
Allir reikna með að cruise muni halda áfram að vaxa en talið er að Frakkland og Spánn séu næstu stóru markaðarnir til að taka við sér.

Staða og framtíð Faxaflóahafna

Árið 2008 var Reykjavik með 83 heimsóknir skemmtiferðaskipa og tæplega 60.000 farþega og af 104 Vestur Evrópskum höfnum var Reykjavik í 35. sæti miðað við fjölda farþega. Í ár urðu farþegar tæplega 70.000 með 80 skipum.
Undanfarin ár hafa 5 – 6 smærri skip skipt um farþega í Reykjavík og farþegar ýmist komið með leiguflugi eða Flugleiðum.
Á seinast liðnum 2 árum hefur sú breyting orðið að ca. 17 skip hafa haft viðdvöl yfir nótt í Reykajvik og á næsta ári virðist þessi þróun halda áfram.
Almennt séð virðist eftirspurn eftir ferðum til Íslands vera meiri en framboð af kojum á þýska, breska og ameríska markaðinum. Þessi staða endurspeglar samkeppni Íslands við Eystrasaltið og norsku firðina, en ferðir þangað gefa hærri framlegð á farþega/koju en til Íslands. Það sem Ísland hins vegar græðir á er að  margir hafa farið í ferð til Eystrasaltsins og/eða norsku firðina og vilja nú fá annan valkost og þá kemur Ísland vel til greina.

Samkeppni um skemmtiferðaskipin kemur ekki aðeins að utan, heldur einnig að innan. Í áranna rás hafa æ fleiri íslenskar hafnir sóst eftir því að fá skip í heimsókn og í dag er dreifingin allt önnur en fyrir 10 árum þegar Reykjavík og Akureyri voru nánast einu hafnirnar sem fengu skip.

Framhaldið……..

  • aðstaða á Skarfabakka til farþegaskipta. Gran Mistral skiptir um ca. 1300 farþega þann 24. júli og aftur 7. ágúst og þeir reikna með að þurfa ca. 6 innskráningarstöðvar og skýli fyrir fólk til að bíða í.
  • færibönd til að flytja farangur um borð í skipið og jafnvel öryggisleit í farangri.
  • samvinna og samhæfing við tengda aðila s.s. kaupmenn, borgina, umboðsmenn, toll og lögreglu, ferðaskrifstofur og Flugleiðir
  • áhersla næstu ára í markaðssetningu verði Reykjavík sem snúningshöfn, styttri ferðir, lengri viðdvöl og hringferðir um Ísland.
  • Þýskaland verður áfram mikilvægasti markaðurinn, Spánn, Frakkland og Ítalia vaxandi og USA mun rokka upp og niður en Evrópa – Ameríka verður áfram mikilvæg fyrir Reykjavík
  • markmið að árið 2015 verði farþegar til Reykjavíkur orðnir 115.000
FaxaportsFaxaports linkedin