Skipulagsskrá fyrir Menntunarsjóð Þórarins Kristjánssonar
 
1.          Heiti sjóðsins er Menntunarsjóður Þórarins Kristjánssonar.
2.          Lögheimili sjóðsins er að Tryggvagötu 17, Reykjavík.
3.          Markmið sjóðsins er að styrkja starfsfólk Faxaflóahafna sf. til náms, koma til móts við áhuga­­mál starfs­manna og styðja verkefni sem almennt koma starfsfólki til góða án þess að slíkt þurfi að vera hluti af endurmenntun viðkomandi starfsmanns. Þá er markmið sjóðs­­ins einnig að efla góðan starfsanda meðal starfsfólks fyrirtækisins.
4.          Höfuðstól sjóðsins skal varðveita með tryggum hætti í banka eða stofnun sem tryggir ávöxtun sjóðsins. Aðeins er heimilt að verja vöxtum sjóðsins til styrkveitinga eða fram­laga.  Óheimilt er að skerða höfuðstól sjóðsins.
          Stjórn sjóðsins er heimilt að veita framlög eða styrki til sameiginlegra verkefna starfs­manna Faxaflóahafna sf. en slík framlög mega þó ekki vera umfram 60% af árlegu ráð­stöfun­arfé sjóðsins á hverjum tíma.
          Stjórn sjóðsins setur viðmiðunarreglur um fjárhæð styrkja til einstaklinga.  Einstak­ling­ar sem sækja um styrki úr sjóðnum skulu hafa unnið a.m.k. í tvö ár hjá Faxaflóa­höfn­um sf. og skal um­sókn vera skrifleg og þar koma fram lýsing á því verkefni sem ósk­að er eftir að verði styrkhæft. Styrkir eru við það miðaðir að um sé að ræða nám eða námskeið sem starfsfólk sækir í orlofi eða utan daglegs vinnutíma. Taki stjórnin ákvörð­un um að styrkja aðila skal styrkurinn greiddur eftirá við framlagningu reikn­ings eða vottorðs við lok náms eða námskeiðs.
          Styrkur skal að jafnaði ekki veittur sama aðila nema liðið hafi tvö ár frá síðustu styrk­veit­­ingu til hans. Stjórn sjóðsins skal þó ætíð láta þann sem ekki hefur hlotið styrk njóta forgangs gagnvart þeim sem áður hefur verið veittur styrkur, ef ráðstöfunarfé sjóðs­­­ins til úthlutunar er takmarkað.
5.          Stofnandi sjóðsins er Faxaflóahafnir kt. 530269-7529, Tryggvagötu 17, Reykjavík.
6.          Stofnfé er kr. 10.659.535. Sjóður þessi er stofnaður á grunni samnefnds sjóðs í eigu Faxa­­flóa­hafna sf. sem stofn­að­ur var til minningar um Þórarinn Kristjánsson, fyrsta hafn­ar­stjóra Reykja­víkur­hafnar. Fjármunir hins eldri sjóðs voru peningagjöf Þórarins Kristjáns­­sonar til starfsmanna Reykjavíkurhafnar auk framlags úr hafn­­sögusjóði Reykja­víkur­borgar og hlutur hafnar­innar í björgunarlaunum árið 1998.  Reglur um varðveislu fjár og úthlutanir eru þær sömu og gilt hafa samkvæmt reglum er stjórn Faxaflóa­hafna sf. samþykkti 10. október 2006.
7.          Stjórn sjóðsins er skipuð þremur fulltrúum. Hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. skal vera for­mað­ur stjórnar. Að auki skipar hafnarstjóri einn fulltrúa til viðbótar í stjórnina og starfs­manna­félag Faxaflóahafna sf. skipar einn fulltrúa.  Fulltrúar í stjórn eru skipaðir til tveggja ára í senn. 
8.          Stjórn sjóðsins skal halda gerðarbók um starfsemi sjóðsins og ákvarðanir um úthlutun styrkja og framlaga.
9.          Endurskoðandi sjóðsins skal vera endurskoðandi Faxaflóahafna sf.  
10.       Reikningsár sjóðsins er almanaksárið og fyrsta reikningstímabil árið 2010.
11.       Fjárvörsluaðili sjóðsins eru Faxaflóahafnir sf. og er umsýsla og bókhald sjóðsins í hönd­um Faxa­flóa­hafna sf.
12.       Leitað skal staðfestingar sýslumanns á skipulagsskrá þessari sbr. 5. gr. reglug. nr. 140/2008 og lög nr. 19/1988.
 

 

 
Reykjavík, 15. desember 2009
 
Fyrir hönd Faxaflóahafna sf.
 
 
________________________________
Gísli Gíslason hafnarstjóri
 
 
 
 
 
 
 
FaxaportsFaxaports linkedin