Ýmsar framkvæmdir eru í gangi á Grundartanga.  M.a. er verið að leggja nýjan veg frá hafnarsvæðinu að innkeyrslu á lóð Norðuráls hf., Héðinn og Mjólkurfélag Reykjavíkur eru byrjuð á byggingum á þeim lóðum sem þeim hafa verið úthlutað og þeir Elli og Jóhann Páll eru önnum kafnir við að útbúa aðstöðu fyrir Faxaflóahafnir sf. en nú eru umsvifin á Grundartangasvæðinu orðin þannig að þar er nauðsynlegt að fyrirtækið manni dagvakt frá haustinu. 

Þeir fara létt með verkefnið þeir Elli og Jóhann Páll – og hafa þegar gefið hinni nýju 45 fermetra aðstöðu nafnið Bessastaðir þar sem Jón forseti mun væntanlega sinna störfum þar ásamt öðrum starfsmönnum Faxaflóahafna sf.  Á myndinni hér til hægri má sjá þá félaga velta vöngum yfir teikningum tæknideildar og má nærri geta að þeim þyki einhver strikin á pappírnum spaugileg.

FaxaportsFaxaports linkedin