Á morgun þriðjudaginn 30. júní lýkur Þorvaldur Guðmundsson yfirhafnsögumaður starfi sínu hjá Faxaflóahaföfnum sf. eftir um 11 ára starf hjá Akraneshöfn og Faxaflóahöfnum sf.  Af því tilefni verður Þorvaldur kvaddur mð brauðtertuveislu í hádeginu og síðan með grillmat á Skaganum seinni partinn.  Allir velkomnir. 

Þorvaldur var um árabil skipstjóri á bátum Haraldar Böðvarssonar og co – m.a. Keili, en hélt síðan til Argentínu þar til hann kom heim að nýju og gerðist skipstjóri á m.s. Akraborg.  Hann hóf starf hjá Akraneshöfn þegar Akraborgin hætti siglingum árið 1998 og hefur verið yfirhafnsögumaður Faxaflóahafna sf. frá árinu 2006.

Stjórn og starfsfólk Faxaflóahafna sf. færa Þorvaldi bestu þakkir fyrir einstaklega farsælt og gott samstarf á liðnum árum og óska honum og fjölskyldu hans farsældar á komandi árum.

FaxaportsFaxaports linkedin