Þá er Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri búinn að flytja erindi sit hér í Norðurlandahúsinu við Grænlandstorg í Kaupmannahöfn. Mættir á þennan fund eru um 150 aðilar frá ýmsum löndum, sem tengjast farþegaskipamálum í Norður Atlantshafi.

Á dagskrá eru um 15 erindi ýmissa aðila m.a. um Grænland, Svalbarða, Danmörk, Færeyjar, útlit og horfur í greininni o.sv.frv. Almennt er mjög mikil bjartsýni um aukningu í ferðum skemmtiferðaskipa og farþega. Fjöldi skipa er í smíðum – a.m.k. 53 stykki – og verða afhent jafnt og þétt á næstu árum. Skipin fara stækkandi og þar með er eitt og annað sem varðar hafnirnar sem huga þarf að m.a. dýpi, athafna- og þjónustusvæði á hafnarbakka svo dæmi séu nefnd. Líklegt er að hert verði á ýmsum kröfum á næstu árum varðandi skemmtiferðaskip. M.a. vegna siglinga í norðurhöfum og við Suðurpólinn, en reins og kunnugt er sökk þar skip á síðasta ári eftir að hafa rekist á ísjaka.

Erindi Ágústar fjallaði um markaðssetningu á Íslandi, áherslur varðandi sérstöðu (branding) landsins og hvernig megi auka verðmæti ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum með samstarfi á ákveðnum svæðum o.fl.

Augljóst er á öllu að áhersla hafna, ferðaþjónustaðila og fleiri beinist að því að fá sinn skerf af aukningu í skemmtiferðaskipageiranum á komandi árum og hafa menn engar áhyggjur af tímabundnum samdrætti í efnahagsmálum heimsins.  

 
Þá er það ekki fleira þessa vikuna.
Gísli Gíslason
FaxaportsFaxaports linkedin