Í nóvember gerðu átta skipasmíðastöðvar tilboð í smíði á nýjum dráttarbáti fyrir Faxaflóahafnir sf. Beðið var um tilboð í dráttarbát sem væri 32-35 m langur og með 80 tonna togkraft áfram og afturábak. Dráttarbátur á að afhendast eigi síðar en 15. ágúst 2020.
Í gær samþykti stjórn Faxaflóahafna á stjórnarfundi að heimila hafnarstjóra, Gísla Gíslasyni, að ganga frá smíðasamningi á nýjum dráttarbáti samkvæmt tilboði Damen Shipyards í Hollandi.
Tilboð voru metin á eftifarandi hátt:
– 50 % mið af tæknilegum atriðum (umhverfisleg fótspor, rekstarkostnaður)
– 50 % af fyrri reynslu af smíði sambætilegra báta.
Ákvörðun var gerð á grundvelli niðurstöðumats ráðgjafa og óháðs aðila á fyrirliggjandi tilboðum.