Ár 2006, þriðjudaginn 24. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:00.
Mættir:

 

Björn Ingi Hrafnsson
Kjartan Magnússon,
Árni Þór Sigurðsson,
Sæmundur Víglundsson,
Hallfreður Vilhjálmsson,
Dagur B. Eggertsson.
Ólafur R. Jónsson.
Varafulltrúi:
Sveinbjörn Eyjólfsson.

 

Áheyrnarfulltrúar:

 

Sigurður Jónasson,
Sveinn Kristinsson.

 

Auk þess sátu fundinn:

 

Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknideildar og Auður M. Sigurðardóttir fjármálastjóri.

 

1. Fjárhagsáætlun 2007.

 

Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeirri tillögu sem liggur fyrir og svaraði fyrirspurnum um nokkur atriði. Hafnarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina.

 

2. Lóða- og fasteignamál.
a. Málefni Örfiriseyjar.

 

Hafnarstjórn samþykkir að öll mál sem varða forkaupsrétt á eignum í Örfirisey komi til afgreiðslu hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni nr. 37 til Kvikk sf. Hafnarstjórn frestar öðrum erindum varðandi úthlutun lóða í Örfirisey þar til vinna við endurskipulagningu svæðisins er lengra komin.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að leggja fram tillögu að breytingu á lóðaskilmálum sem taki á aukinni nýtingu og/eða breyttri notkun.

 

b. Grandagarður 8.

 

Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að ganga frá sölu byggingarréttar 3. hæðar Grandagarðs 8 á því verði sem gerð var grein fyrir.

 

c. Málefni Fisskaupa o.fl.

 

Hafnarstjóra heimilað að vinna áfram að málinu á grundvelli umræðna á fundinum.

 

d. Lenging Skarfabakka.

 

Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að hefja undirbúning að lengingu Skarfabakka yfir í Kleppsbakka og landgerð í tengslum við þá framkvæmd. Hafnarstjóra er falið að leggja fyrir hafnarstjórn tillögu að tímasettri verkáætlun og kostnaðarmati við verkefnið.
Hafnarstjóra heimilað að ræða við Fóðurblönduna hf. um stækkun lóðar vegna viðbyggingar við skemmu fyrirtækisins við Korngarða.

 

e. Lóðir undir atvinnustarfsemi.

 

Í ljósi mikillar eftirspurnar samþykkir stjórn Faxaflóahafna sf. að efna til viðræðna við skipulagsyfirvöld í Reykjavík um tillögur að gerð atvinnulóða á landi hafnarinnar við Gufunes innan þeirra marka sem aðalskipulag gerir ráð fyrir. Hafnarstjóra er falið að leggja fyrir hafnarstjórn tillögu að afmörkun svæðisins m.a. með tilliti til fyrirhugaðri legu Sundabrautar, mögulegum landfyllingum og tímasetta verkáætlun um þá þætti sem málið varðar.
Dagur og Árni Þór sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar.

 

f. D-reitur – Hallveigarbakki/Skúlabakki.

 

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ganga til samninga við Salvöru Jónsdóttur, skipulagsfræðing, um að sinna verkefnisstjórn við uppbyggingu D-reits.

 

g. Lóðamál á Grundartanga.

 

Hafnarstjórn samþykkir að taka nú þegar upp viðræður við fulltrúa Hvalfjarðarsveitar um lóða- og landamál á Grundartanga.

 

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 13:45

 

FaxaportsFaxaports linkedin