Ár 2006, miðvikudaginn 8. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 11:00.
Mættir: Árni Þór Sigurðsson,
Helgi Hjörvar,
Ásbjörn Sigurgeirsson,
Kjartan Magnússon,
Sveinn Kristinsson,
Jóhannes Bárðarson.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Varafulltrúi: Sigurður Sverrir Jónsson og Ólafur R. Jónsson.
Áheyrnarfulltrúar: Gunnar Ingvar Leifsson og Gunnar Sigurðsson.
Auk þess sátur fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
1. Erindi A. Wendel dags. 17.2.06 þar sem sótt er um lóðina nr. 7 við Klettagarða.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
2. Erindi Straums-Hraðbergs ehf dags. 2.3.2006 þar sem sótt er um lóðina nr. 38 við Fiskislóð.
Hafnarstjórn samþykkir að veita vilyrði fyrir úthlutun lóðarinnar til Straums-Hraðbergs ehf.
3. Málefni Stálsmiðjunnar hf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og viðræðum við fulltrúa Stálsmiðjunnar hf. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að halda viðræðum áfram á grundvelli umræðna í stjórninni.
4. Staða mála varðandi Mýrargötuskipulag.
Forstöðumaður tæknideildar gerði grein fyrir stöðu málsins og fyrirhuguðum verkefnum á svæðinu og lagði fram minnisblað um málið.
5. Samkomulagi við Lífeyrissjóð Reykjavíkurborgar um uppgreiðslu lífeyrisskuldbindinga dags. 6.3.06.
Hafnarstjórn staðfestir samkomulagið.
6. Lánssamningur við Landsbanka Íslands.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að undirrita lánasamninginn í samræmi við tilboð bankans.
7. Tillaga um grænt bókhald Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að undirbúa og koma í framkvæmd grænu bókhaldi fyrir Faxaflóahafnir sf. Tilgangur verkefnisins er að meta umhverfisáhrif rekstrar og innkaupa og áhrif af umhverfisstarfi Faxaflóahafna sf., lágmarka umhverfisáhrif af völdum starfseminnar og auka umhverfisvitund starfsmanna. Miðað verði við að með ársreikningi Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2006 fylgi samantekt um umhverfismál fyrirtækisins.
8. Málefni Sjóminjasafnsins.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við forstöðumann safnsins varðandi endurbætur á húsnæðinu Grandagarði 8. Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í utanhússviðhaldi hússins í samræmi við framlagt minnisblað hafnarstjóra.
Vilhjámur vék af fundi og sæti hans tók Ólafur R. Jónsson.
9. Erindi Ljóssins dags. 13.2.06 þar sem óskað er eftir fjárstyrk.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
10. Minnisblað frá fundi formanns og hafnarstjóra með fulltrúum Vegagerðarinnar þann 15.2. s.l.
Formaður hafnarstjórnar gerði grein fyrir þeim viðræðum sem áttu sér stað við fulltrúa Vegagerðarinnar. Lagt fram.
11. Skýrsla vegna skoðunar á aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa.
Lögð fram.
12. Erindi Snóks ehf. dags. 23.2.06 þar sem óskað er eftir úthlutun lóðar á Grundartanga.
Hafnarstjórn getur ekki tekið afstöðu til erindisins fyrr en skipulagning svæðisins hefur átt sér stað.
13. Erindi Reykjavíkurborgar dags. 1.3.06 þar sem óskað er umsagnar um fyrirspurn Vinnustofunnar Þverá og Bærings Bjarnasonar, dags. 22.9.05 um uppbyggingu á alhliða þjónustumiðstöðvar á hluta lóðarinnar Dalsmynni.
Hafnarstjórn telur rétt að áður en erindið sé afgreitt liggi fyrir tillaga að breikkun vegar um Kjalarnes og legu nýrrar vegtengingar undir Hvalfjörð.
14. Kjarasamningar.
a. Kjarasamningur við Vélstjórafélag Íslands.
b. Kjarasamningur við Félag skipstjórnarmanna.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kjarasamninga.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 12:30