Ágúst Ágústsson hefur tekið saman smá upplýsingar um aflatölur árið 2007 og þar sem þetta er eitt besta ár á síðustu 10 árum er rétt að koma þessu á framfæri. Í viðhenginu er samantektin, en heildar afli sem landað var hjá Faxaflóahöfnum sf. er 97 þúsund tonn og aukning á komu fiskiskipa yfir 100 brt. er liðlega 15% og fjölgar úr 657 skipum í 760. þetta er að sjálfsögðu ánægjulegt – en vonandi að enn sé pláss fyrir aukningu þó svo að dregið sé úr þorskveiðum. Hins vegar mætti loðnan fara að þetta sig þannig að eitthvað af henni berist til hafnar hjá okkur – en á síðasta ári var mjög gott ár í hrognatöku.
Gísli Gíslason