S.l fimmtudag áttu fultrúar Faxaflóahafna s.f fund með fulltrúum bæjarstjórnar og skipulagsnefndar Akraneskaupstaðar um þróun Akraneshafnar.  Á aðalskipulagi kaupstaðarins er m.a. gert ráð fyrir miklum hafnargarði utan núverandi aðalhafnargarðs.  Að mati fulltrúa Faxaflóahafna sf. er sá garður afar kostnaðarsamur miðað við notagildi framkvæmdarinnar og því voru nýjar hugleiðingar settar fram.

Á fundinum fór hafnarstjóri og þeir Jón Þorvaldsson og Sigurður Sigurðsson frá Siglingastofnun yfir þær tillögur sem unnar hafa verið.  Af hálfu kaupstaðarins var vel tekið í þær hugmyndir sem voru kynntar, en vinna þarf að frekari útfærslu þeirra.  Í þá vinnu munu þeir Jón Þorvaldsson og Sigurður Siguurðsson frá Siglingastofnun fara ásamt tveimur fulltrúum Akraneskaupstaðar.  Sú vinna mun snúast um nánari útfærslu hugmyndanna, umhverfismat, skipulagsvinnu o.fl. en þessi vinna mun eflaust taka um 18 mánuði.  Í framhaldi verður unnt að setja upp einstaka verkáfanga og framkvæmdaáætlun.

Meðfylgjandi eru glærur sem gera betur grein fyrir málinu.

Gísli Gíslason, hafnarstjóri.

https://www.faxafloahafnir.is/wp-content/uploads/2013/08/upload/files/powerpoint/akraneshofn_throun_2008.ppt

FaxaportsFaxaports linkedin