Ár 2007, miðvikudaginn 14. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 11:30.
Mættir:
Björn Ingi Hrafnsson
Sæmundur Víglundsson
Páll Snær Brynjarsson
Hallfreður Vilhjálmsson
Sigrún Elsa Smáradóttir
Varafulltrúar:
Ólafur R. Jónsson
Helga Björg Ragnarsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Sveinn Kristinsson
Þórdís Sigurgestsdóttir.
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar
1. Bréf forstjóra Samskipa hf. dags. 24. október 2007 þar sem óskað er formlegrar lóðarúthlutunar og breytingu á lóðarmörkum á lóð félagsins í Sundahöfn.
Formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra falið að ræða við forstjóra Samskipa hf.
2. Bréf forstjóra Samskipa hf. dags. 24. október 2007 varðandi umferðarmál að og frá athafnasvæði félagsins í Sundahöfn.
Samþykkt að senda skipulagsráði Reykjavíkurborgar erindið til kynningar.
3. Skýrsla verkefnisstjórnar um framtíð olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey dags. í október 2007.
Gerð var grein fyrir efni skýrslunnar. Skýrslan lögð fram. Hafnarstjóra falið að bjóða aðal- og varamönnum í hafnarstjórn að kynna sér efni skýrslurnar á sérstökum fundi.
4. Bréf forstöðukonu Víkurinnar-Sjóminjasafnsins í Reykjavík dags. 17. október 2007 um tilnefningu hafnarstjórnar í fulltrúaráð safnsins og á aðalfund þess.
Hafnarstjórn tilnefnir eftirfarandi aðila í fulltrúaráð Sjóminjasafnsins:
Björn Inga Hrafnsson
Gísla Gíslason,
Ólaf R Jónsson
Sigrúnu Elsu Smáradóttur.
5. Tillaga að skipulagi Hólmaslóðar 1-3.
Hafnarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi lóðanna og heimilar hafnarstjóra að ganga frá lóðagjaldasamningi vegna þeirra. Lóðarleigusamningar fyrir lóðirnar verði 15 ár.
6. Bréf Sigurbjörns R. Guðmundssonar dags. 31. október 2007 varðandi aðilabreytingu á húsaleigusamningi vegna Grandagarðs 31-33.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra afgreiðslu málsins.
7. Bréf framkv.stj. Minjaverndar hf. dags. 1. nóvember 2007 þar sem óskað er samstarfs við endurgerð hafnargarða austan við húsið Ziemsen á Grófatorgi.
Hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa Minjaverndar.
8. Afmæli Reykjavíkurhafnar þann 16. nóvember n.k.
a) Dagskrá viðburða.
b) Tillögur.
Dagskrá viðburða lögð fram.
Í tilefni af 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar samþykkir hafnarstjórn eftirfarandi tillögur:
Hafnarstjórn samþykkir að veita eftirfarandi sjóbjörgunarsveitum við Faxaflóa styrk að fjárhæð kr. 500.000 hverri:
Björgunarsveitin Ársæll,
Björgunarsveitinni Kili
Björgunars
veitinni Brák
veitinni Brák
Björgunarfélagi Akraness.
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að færa Sjóminjasafninu að gjöf húsnæði hafnarinnar að Grandagarði 8. Reykjavíkurhöfn átti stóran þátt í stofnun Sjóminjasafnsins og keypti m.a. fasteignina Grandagarð 8 til þess að tryggja Sjóminjasafninu framtíðar húsnæði. Á þeim 3 árum sem safnið hefur verið starfandi hefur því vaxið fiskur um hrygg, en varanlegt húsnæði í eigu safnsins er ein af forsendum þess að það geti áfram vaxið og dafnað.
Eignarhluti Faxaflóahafna sf. í Grandagarði 8, sem er um 1800m2 fasteign á tveimur hæðum, er afhent Sjóminjasafninu til eignar með eftirfarandi skilmálum:
a) Faxaflóahafnir sf. munu á árinu 2008 ljúka framkvæmdum við klæðningu hússins og frágang utandyra í samræmi við þær teikningar sem fyrir liggja um útlit hússins.
b) Komi til þess að Sjóminjasafnið ákveði að selja eignina þá er slíkt heimilt að því tilskildu að safnið hyggist kaupa annað hentugra húsnæði. Verði eignin seld án þess að keypt verði annað húsnæði til afnota fyrir safnið skal andvirðinu skilað til Faxaflóahafna sf., sem mun varðveita andvirði hússin þar til ákveðið verður að kaupa eign undir starfsemi sjóminjasafns.
c) Hafnarstjóra er falið að ganga frá afsali hússins miðað við 1. janúar 2008.
9. Önnur mál.
a) Heimsókn frá Yantai Port í Kína í desember.
b) Gamla steinbryggjan undir Geirsgötu.
c) Umferðarmál um Geirsgötu og Mýrargötustokkur.
d) Málefni Stálsmiðjunnar hf. og Hafnarsmiðjunnar ehf.
e) Tilboð í rekstur stálþils á Vogabakka.
f) Gjaldskrármál.
g) Beiðni Agnars Jónssonar og Bjarna Jónssonar dags. 2.10. 2007 um styrk til smíði sexærings með Engeyjarlagi.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirhugaðri heimsókn frá Yantai Port. Hann greindi einnig frá áhuga Minjaverndar að taka upp gömlu steinbryggjuna sem liggur undir Geirsgötu. Þá var gerð grein fyrir hugmyndum um gerð vegstokks á Geirsgötu. Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Stálsmiðjuna og Hafnarsmiðjuna. Hann greindi einnig frá tilboðum í niðurrekstur stálþils við Vogabakka og vinnu við ýmis atriði sem varða gjaldskrá Faxaflóahafna sf. Hafnarstjóra falið að skoða erindi um styrk til byggingar sexærings. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir ferð á ráðstefnu til Antwerpen.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 13:30