Árshátíð Faxaflóahafna 28. – 31. mars 2019.
HAMBORG
Árshátíðin verður haldin í hinni fallegu hafnarborg Hamborg. Flogið verður með Icelandair og gist á Barceló hótelinu í þrjár nætur. Flug út fimmtudaginn 28. mars kl. 07:50 flug heim sunnudaginn 31. mars kl. 14:05.
Verð pr. starfsmann er kr. 25.000,- m.v. tveggja manna herbergi og kr. 44.000,- m.v. eins manns herbergi. Makar greiða fullt verð.
Verð per mann kr. 77.900,- m.v. flug og gistingu í tveggja manna herbergi m/morgunverði. Innifalið er innrituð taska 23 kg og 1 cabin taska 10 kg.
Þátttökuskráning er til 5. september. Ath. skráning er bindandi. Staðfestingargjald er kr. 10.000,- á starfsmann og kr. 15.000,- á maka sem dregið verður af launum 1. okt. 2018 óafturkræft eftir að skráningu lýkur. Boðið verður uppá að dreifa eftirstöðvum ferðakostnaðar niður á 4 mán. janúar – apríl 2019.
Ef þátttaka verður almennt góð gæti þurft að fara aukaferð sennilega hálfum mánuði fyrr. Takmarkað framboð verður í þá ferð og ganga þeir fyrir sem eru á vöktum helgina sem aðalferðin verður.
Ef fólk vill framlengja um tvær nætur þá þarf það að fara í gegnum ferðaskrifstofuna visitor.is aukakostnaður fyrir það er kr. 38.000,- per mann m.v. tveggja manna herb. og kr. 47.000,- f. eins manns. Þetta verð gildir fram að lok skráningu og gæti tekið breytingum eftir það.
Hótelið:
https://www.barcelo.com/en-gb/barcelo-hotels/hotels/germany/hamburg/barcelo-hamburg/