Ár 2018, föstudaginn 22. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Einar Brandsson
Björgvin Helgason
Björn Blöndal
Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir

Varafulltrúi:
Árni Hjörleifsson

Áheyrnarfulltrúar:
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Júlíus Víðir Guðnason

Auk þess sátu fundinn:  Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður tæknideildar, Jón Þorvaldsson aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Ársskýrsla Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2017. Tillaga um greiðslu arðs til eigenda.
Ársskýrslan er nú í fyrsta skipti í rafrænu formi og á heimsíðu fyrirtækisins.  Samþykkt að leggja til að arður vegna ársins 2017 verði 307,0 mkr.

 2. Lóða- og skipulagsmál:
a)  Umsókn Veitna ohf. dags. um lóð fyrir aðveitustöð við Sægarða. Veitur ohf.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að ganga frá samkomulagi um úthlutun lóðar við Sægarða undir aðveitustöð.

b) Ósk um breytingu á deiliskipulagi Köllunarklettsvegar 4 ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa dags. 18.6.2018.
Hafnarstjórn samþykkir að heimla umbeðna deiliskipulagsbreytingu, en minnt er á að aukið nýtingarhlutfall er gjaldtekið.

3. Viljayfirlýsing um sölu Hafnarhússins milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjórn samþykkir viljayfirlýsinguna og felur hafnarstjóra að undirrita hana.

MG greiðir atkvæði gegn málinu.

MG bókar eftirfarandi: „Marta Guðjónsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokks í stjórn Faxaflóahafna áréttar að áður en gengið verður frá viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um kaup á Hafnarhúsinu verði óháðir aðilar fengnir til að verðmeta eignina.“ 

Þá bókar eftirfarandi: „Fulltrúi Pírata fagnar viljayfirlýsingu Faxaflóahafna um að ganga til samninga við Reykjavíkurborg með það að markmiði að Hafnarhúsið verði miðstöð menningar og lista í borginni. Fulltrúi Pírata tekur undir þau sjónarmið að farsælast fyrir báða aðila sé að Faxaflóahöfnum sé gert kleift að flytja höfuðstöðvar sínar að Sundahöfn, jafnframt því að best verð fáist fyrir eignir hafnarinnar og því sé leitað til óháðra sérfræðinga við mat á eignum félagsins.
Fulltrúi Pírata áréttar traust sitt á hafnarstjóra til að ná þessum markmiðum Faxaflóahafna og óskar honum og stjórn velfarnaðar í störfum sínum.“

 ÁH tekur undir báðar bókanirnar.

4. Yfirlit um stöðu helstu framkvæmda á vegum Faxaflóahafna sf.
 Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum yfirlitsins.  Lagt fram.

 5. Rekstraryfirlit fyrir tímabilið 1.1. 2018 – 30.4. 2018.
  Lagt fram.

 6. Endurnýjun samnings Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Faxaflóahafna sf. um aðgerðir vegna mengungarslysa innan hafnarsvæða Faxaflóahafna sf.
  Hafnarstjórn samþykkir samninginn og felur hafnarstjóra að undirrita hann.

7. Bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 29.5.2018 varðandi breytingu á aðalskipulagi Klettagarða og Skarfabakka.
 Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins.  Lagt fram.

8. Tilkynning Hafnasambands Íslands um Hafnasambandsþing og málþing í tilefni af 100 ára fullveldi dagana dagana 24. – 26. október n.k.
 Lagt fram.

 9. Önnur mál.
9.1. Erindi Votlendissjóðs dags. 21.6.2018 um stuðning Faxaflóahafna sf. við verkefni sjóðsins með framlagi að fjárhæð kr. 1,0 mkr. sem stöðvi losun á 200 tonnum á gróðurhúsalofttegundum.
Stjórnin samþykkir erindið.

Fleira ekki gert

fundi slitið kl. 10:20

FaxaportsFaxaports linkedin