Mættir:
Björn Ingi Hrafnsson
Kjartan Magnússon,
Ólafur R. Jónsson
Sæmundur Víglundsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Hallfreður Vilhjálmsson
Páll Snær Brynjarsson
Varafulltrúi: Margrét Sverrisdóttir
Áheyrnarfulltrúar: Jón Sigurðsson og Sveinn Kristinsson.
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi og Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála og Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar.
Viðræður við fulltrúa HB Granda hf. um lóðamál.
- Til viðræðna mætti Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf. og fór hann yfir hugmyndir fryrirtækisins um nauðsynlega uppbyggingu á Norðurgarði.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna að breytingu á deiliskipulagi Norðurgarðs í samræmi við þær óskir sem HB Grandi hf. hefur lagt fram.
Bréf Nýborgar ehf., dags. 23. apríl 2007 varðandi umsókn um lóð.
Bréf Nordic Partners dags. 30. apríl 2007 varðandi lóðarumsókn við Fiskislóð.
Bréf Exton ehf dags. 3. maí 2007 varðandi ósk um breytingu á lögaðila að lóðarleigusamningi að Fiskislóð 35 við Vesturhöfn.
Erindi samkvæmt liðum a og b lögð fram. Hafnarstjórn samþykkir c-lið varðandi breytingu á lögaðila lóðarleigusamnings, enda verði starfsemin á lóðinni í samræmi við deiliskipulag og ákvæði lóðarleigusamnings.
Erindi Remax Mjódd dags. 7. maí 2007 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 229-6864 og 229-6870. Seljandi Fiskislóð 45 ehf. Kaupandi Halldór Ingi Haraldsson og Sigrún Hope Boatwright.
Erindi Remax Mjódd dags. 26. apríl 2007 um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Fiskislóð 45, fastanr. 229-6865 og 229-6872. Seljandi Fiskislóð 45 ehf., Kaupandi Hulda Hákonardóttir og Jón Óskar Hafsteinsson.
Erindi Remax Mjódd dags. 26. apríl 2007 um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Fiskislóð 45, fastanr. 229-6866 og 229-8895. Seljandi Fiskislóð 45 ehf., Kaupandi Valdimar F. Þorsteinsson og Sesselja Jónsdóttir.
Erindi 101 fasteignasölu dags. Um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Klettagarðar 6, fastanr. 227-9081. Seljandi Klasi hf., kaupandi Afl ehf.Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna ofangreindra fasteigna enda samrýmist notkun lóðanna gildandi deiliskipulagi og lóðaskilmálum.
Hafnarstjóra falið að senda umsögn um erindið.
- Gerð var grein fyrir undirbúningi aðalfundarins.
Sérfræðivinna vegna Örfiriseyjar og undirbúnings aðalskipulags.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að ganga frá samningi um nauðsynlega sérfræðivinnu vegna vinnu við skipulag Örfiriseyjar og undirbúnings endurskoðunar á aðalskipulagi hafnarsvæðisins í Reykjavík.
Hafnarstjórn heimlar hafnarstjóra að ganga til samninga við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um frekari vinnu COWI vegna olíubirgðarstöðvar.
- Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að fela hafnarstjóra láta bjóða út í áföngum endurnýjun á verbúðunum á grundvelli fyrirliggjandi tillögu.
- Formaður hafnarstjórnar og hafnarstjóri gerðu grein fyrir undirbúningi fundarins.
- Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að deiliskipulagi á Grundartanga og felur hafnarstjóra að senda þær sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar til afgreiðslu.
- Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu útboðsverka og fyrirhuguðum útboðum og framkvæmdum á árinu.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu rekstrar.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 13:00