Kæru starfsmenn.
Sem lið í heilsueflingu starfsmanna hafa Faxaflóahafnir ákveðið að kanna hvort þeir starfsmenn, sem áhuga hafa á að hætta reykingum, séu reiðubúnir til þess, ef til kemur stuðningur Faxaflóahafna sf.
Trúnaðarlæknir Faxaflóahafna sf. hefur bent á árangursríka lyfjameðferð sem felst í töflum sem kallast Champix, sem er nýlegt lyf á markaðnum. Mælt er með tveggja og hálfs mánaðar skammti af þessu lyfi og er heildarkostnaður við meðferðina kr. 42.976,. Aðstoðin myndi felast í því að koma til móts við starfsmenn við kaup á lyfinu Champix.
Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér lyfið til að hætta að reykja, snúi sér til Ragnars Eggertssonar fyrir 20. mars og ef áhugi er til staðar verður ákveðið að hve miklu leyti Faxaflóahafnir sf. eru reiðubúnar að koma til móts við þá sem hafa áhuga á verkefninu.