Ár 2009, 20. apríl kom öryggisnefnd Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 10:30.
 
Mættir:
            Hallur Árnason
            Jón Guðmundsson
            Ragnar Arnbjörnsson
            Gísli Jóhann Hallsson
            Júlíus Víðir Guðnason                      
            Þórdís Sigurgestsdóttir
           
Atriði sem farið var yfir á fundinum
 
1.      Nýjar öryggisreglur Faxaflóahafna sf. lagðar fram til samþykktar. Reglurnar voru samþykktar einróma og sendar hafnarstjóra til samþykktar og undirskriftar.
 
2.      Umræða um uppsetningu stubbahúsa á starfsstöðum. Öryggisnefndin telur nauðsynlegt að setja upp stubbahús á þeim starfsstöðum þar sem ekki er sérstakt reykherbergi.
 
3.      Umræða um námskeið sem fram hafa farið að undanförnu. Alls sóttu 72 þau fjögur námskeið sem í boði voru. Námskeiðin þóttu misgóð en samdóma álit var að skyndihjálparnámskeiðið hefði staðið uppúr.
 
4.      Rætt um læknisskoðanir á starfsmönnum. Nefndin telur nauðsynlegt að starfsmenn hafnarþjónustu gangist undir læknisskoðun á tveggja ára fresti vegna eðli starfa þeirra og þá einna helst réttindamenn. Ákveðið að senda ca. 17 réttindamenn þetta árið.
 
5.      Upplýsinga- og öryggishandbók. Hraða þarf gerð slíkrar bókar og taka Þórdís og Júlíus það að sér.
 
6.      Ákveðið að næsti fundur verði 18. maí 2009 kl. 10:30
 
 
Fleira ekki gert,
Fundi slitið 12:00
FaxaportsFaxaports linkedin