Ár 2008, föstudaginn 12. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:           
                  Júlíus Vífill Ingvarsson
                  Dagur B. Eggertsson
                  Guðmundur Gíslason
                  Þorleifur Gunnlaugsson
                  Sæmundur Víglundsson
                  Hallfreður Vilhjálmsson
 
Varafulltr.:   
                  Ólafur R. Jónsson
                  Sveinbjörn Eyjólfsson
 
Áheyrnarfulltrúar: 
                   Sigríður Sigurbjörnsdóttir
                   Guðni R. Tryggvason.
                       
 
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
 
1.    Umsókn Þorleifs Friðrikssonar, sagnfræðings dags. 24.10.2008 um styrk vegna útgáfu annars bindis sögu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar.
Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 250.000.
 
2.    Erindi Gunnars Jóhanns Birgissonar, hrl. f.h. Hringrásar hf. dags. 13.11.2008 um aðilabreytingu á lóðinni Klettagarðar 9 til Skandinvest hf.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna umbeðinnar breytingar á eignarhaldi með venjulegum fyrirvara varðandi nýtingu lóðar og deiliskipulag.
 
3.    Erindi forstjóra Olíuverzlunar Íslands hf. dags. 20.11.2008 um frestun framkvæmda á lóðinni Klettagarðar 27.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila frestun á framkvæmdum á lóðinni og felur hafnarstjóra að ganga frá samkomulagi við OLÍS þar að lútandi.
 
4.    Erindi Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 16.10.2008 og 6.12.2006 um friðun verbúðanna við Grandagarð. Svarbréf hafnarstjóra dags. 13.12.2006.
Hafnarstjórn getur fallist á friðun verbúðanna á Grandagarði hvað varðar ytra útlit, enda lýtur það nú þegar borgarvernd. Unnið hefur verið að endurbótum á ytra byrði húsanna á grundvelli teikninga Hjörleifs Stefánssonar, sem samþykktar hafa verið af Minjavernd Reykjavíkurborgar, Húsafriðunarnefnd og byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að þeim endurbótum ljúki á árinu 2010.
 
5.    Erindi borgarráðs Reykjavíkur og Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar dags. 14.11.2007 varðandi innri endurskoðun Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjórn samþykkir að fela formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra að ganga til samninga við Innri endurskoðun á grundvelli þeirra samningsdraga sem fyrir liggja. Lögð er áhersla á að endurgjald taki mið af umfangi og endurgjaldi fyrir endurskoðun fyrirtækisins.
 
6.    Níu mánaða uppgjör m.v. janúar – september 2008.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu liðum uppgjörsins. Lagt fram.
 
7.    Gjaldskrá Faxaflóahafna sf.
Afgreiðslu frestað til aukafundar hafnarstjórnar föstudaginn 19. desember kl. 12:00.
 
8.    Umsókn ABZ-A fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags dags. 8.12. 2008 um lóð við Ægisgarð merkt R15 á deiliskipulagsuppdrætti ásamt fylgigögnum. Sótt er um heimild til þess að byggja á lóðinni hótel ásamt húsnæði fyrir ýmis konar þjónustu.
Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir umsögn skipulagsráðs Reykjavíkur um erindið, en ljóst er að það hefur í för með sér breytingu á deiliskipulagi Mýrargötureits. Verði sú umsögn jákvæð er fallist á að ganga til viðræðna um málið enda verði þá gerð nánari grein fyrir fjármögnun, eignaraðild og framkvæmdatíma.
 
9. Aðalfundarboð vegna Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. ásamt ársreikningi og ársskýrslu 2008.
Lagt fram.
 
10.Önnur mál.
a.    Jólakortastyrkur Faxaflóahafna sf.
Formaður stjórnar greindi frá því að ákveðið hafi verið að afhenda Mæðrastyrksnefnd jólakortastyrk Faxaflóahafna sf.
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30
 

Fundur nr. 56
Ár 2008, föstudaginn 12. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Júlíus Vífill Ingvarsson

Dagur B. Eggertsson

Guðmundur Gíslason

Þorleifur Gunnlaugsson

Sæmundur Víglundsson

Hallfreður Vilhjálmsson

Varafulltrúar:

Ólafur R. Jónsson

Sveinbjörn Eyjólfsson

Áheyrnarfulltrúar:

Sigríður Sigurbjörnsdóttir

Guðni R. Tryggvason.

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
1. Umsókn Þorleifs Friðrikssonar, sagnfræðings dags. 24.10.2008 um styrk vegna útgáfu annars bindis sögu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar.
Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 250.000. 
2. Erindi Gunnars Jóhanns Birgissonar, hrl. f.h. Hringrásar hf. dags. 13.11.2008 um aðilabreytingu á lóðinni Klettagarðar 9 til Skandinvest hf.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna umbeðinnar breytingar á eignarhaldi með venjulegum fyrirvara varðandi nýtingu lóðar og deiliskipulag. 
3. Erindi forstjóra Olíuverzlunar Íslands hf. dags. 20.11.2008 um frestun framkvæmda á lóðinni Klettagarðar 27.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila frestun á framkvæmdum á lóðinni og felur hafnarstjóra að ganga frá samkomulagi við OLÍS þar að lútandi. 
4. Erindi Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 16.10.2008 og 6.12.2006 um friðun verbúðanna við Grandagarð. Svarbréf hafnarstjóra dags. 13.12.2006.
Hafnarstjórn getur fallist á friðun verbúðanna á Grandagarði hvað varðar ytra útlit, enda lýtur það nú þegar borgarvernd. Unnið hefur verið að endur¬bótum á ytra byrði húsanna á grundvelli teikninga Hjörleifs Stefánssonar, sem samþykktar hafa verið af Minjavernd Reykjavíkurborgar, Húsafriðunar¬nefnd og byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að þeim endurbótum ljúki á árinu 2010. 
5. Erindi borgarráðs Reykjavíkur og Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar dags. 14.11.2007 varðandi innri endurskoðun Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjórn samþykkir að fela formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra að ganga til samninga við Innri endurskoðun á grundvelli þeirra samnings¬draga sem fyrir liggja. Lögð er áhersla á að endurgjald taki mið af umfangi og endurgjaldi fyrir endurskoðun fyrirtækisins. 
6. Níu mánaða uppgjör m.v. janúar – september 2008.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu liðum uppgjörsins. Lagt fram. 
7. Gjaldskrá Faxaflóahafna sf.
Afgreiðslu frestað til aukafundar hafnarstjórnar föstudaginn 19. desember kl. 12:00. 
8. Umsókn ABZ-A fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags dags. 8.12. 2008 um lóð við Ægisgarð merkt R15 á deiliskipulagsuppdrætti ásamt fylgigögnum. Sótt er um heimild til þess að byggja á lóðinni hótel ásamt húsnæði fyrir ýmis konar þjónustu.
Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir umsögn skipulagsráðs Reykjavíkur um erindið, en ljóst er að það hefur í för með sér breytingu á deiliskipulagi Mýrargötureits. Verði sú umsögn jákvæð er fallist á að ganga til viðræðna um málið enda verði þá gerð nánari grein fyrir fjármögnun, eignaraðild og framkvæmdatíma. 
9. Aðalfundarboð vegna Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. ásamt ársreikningi og ársskýrslu 2008.
Lagt fram. 
10. Önnur mál.

a. Jólakortastyrkur Faxaflóahafna sf.

Formaður stjórnar greindi frá því að ákveðið hafi verið að afhenda Mæðrastyrksnefnd jólakortastyrk Faxaflóahafna sf. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30

FaxaportsFaxaports linkedin