Í morgun var ársreikningur Faxaflóahafna sf. lagður fyrir stjórn fyrirtækisins og samþykktur. Á forsíðu heimasíðunnar má sjá frétt um ársreikninginn og reikninginn sjálfan ásamt greinargerð hafnarstjóra. Niðurstaða reikningsins er nokkuð bærileg og skil reikningsins til mikils sóma fyrir þá sem að uppgjörinu komu.
Stjórnin færði starfsfólki bestu þakkir fyrir þeirra þátt í að afkoma ársins 2011 er góð og rekstrarkostanður innan þess ramma sem settur var í fjárhagsáætlun. Ástæða er til þess að koma þessum þökkum á framfæri og taka undir með stjórninni. Eins og einhver sagði á stjórnarfundinum, þá er ástæða til að setja „stórt LÆK“ á vinnubrögðin við uppgjörið og árangur liðins árs. Þau í fjármáladeildinni undir forystu Auðar og aðrir sem komu að reikningsuppgjörinu, eiga sérstakan heiður skilinn fyrir frábær vinnubrögð og örugg. Það er afara ánægjulegt þegar vel tekst til – en það er augljóst að þar eiga allir sinn þátt og þar með þakkir fyrir þeirra framlag.
Áfram heldur slagurinn – og vonandi að ánægjuleg staða verði uppi að þessu ári loknu.
Kveðja Gísli G