Fréttatilkynning frá AECO – Samtökum skemmtiferðaskipaeigenda á norðurslóðum.

Í mars aðstoðaði AECO fjögur bæjarfélög á Íslandi við að setja upp vinnustofu til að vinna samfélagssértækar leiðbeiningar fyrir ferðamenn. Vinnustofurnar voru haldnir á Vestur-, Norður-, og Suðausturlandi. Vinnustofurnar voru leiddar og skipulagðar af sveitarfélögum á Akranesi, Húsavík, Hrísey og Djúpavogi.

Allar vinnustofurnar voru skipulagðar af íbúum á svæðinu í þeim tilgangi að koma saman hagsmunaaðilum á svæðinu til að ræða hvað má og hvað má ekki á hverjum stað.  Auk almennrar umfjöllunar um ferðaþjónustu í tilteknum sveitarfélögum. Markmið vinnustofanna var að þróa samfélagsértækar leiðbeiningar eins og þær sem þróaðar voru í Seyðisfirði árið 2018. Hægt er að skoða leiðarvísi Seyðisfjarðar „hér“.

FaxaportsFaxaports linkedin